Getting Started
Oct 11, 2024

Kæru viðskiptavinir,
Hér kemur fyrsta fréttabréf Journey! Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýjum og spennandi vörum sem við höfum verið að vinna að undanfarið. Hér munum við fara yfir þessar nýjungar og gefa ykkur smá innsýn í þær viðbætur sem eru í vinnslu. Við leggjum hart að okkur til að bæta þjónustu okkar og mæta þörfum ykkar enn betur. Njótið lestursins og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar!
Nýir eiginleikar
Nýtt mælaborð
Við erum spennt að tilkynna nýtt mælaborð sem safnar öllum Journey síðum á einn stað. Með nýja mælaborðinu fylgir aðgangsstýring niður á hverja síðu svo þú getur stjórnað hverjir í fyrirtækinu hafa aðgang að hvaða síðum. Mælaborðið er einnig í boði á bæði íslensku og ensku. Hvað hefur þetta nýja mælaborð uppá að bjóða?
Greining (e. Analytics)
Á þessari síðu má sjá yfirlit yfir helstu tölfræði um þitt fyrirtæki og viðskiptavini. Þar má t.d. finna heildarfjölda virkra áskrifta, línurit með þróun virkra áskrifta ásamt öðrum áskriftarstöðum og sölu niður á vöru yfir ákveðið tímabil. Skilur þú ekki einhverja tölu í greiningunni? Endilega sendu okkur línu á hallo@getjourney.io og við skulum útskýra það fyrir þér 😊
Skýrslur (e. Reports)
Skýrslusíðan gefur þér helstu gögn um hegðun viðskiptavina þinna og stöðu áskrifta. Þú getur hlaðið skýrslunum niður og rýnt í þær. Viltu búa til nýja skýrslu sem er ekki á síðunni nú þegar? Sendu okkur póst á hallo@getjourney.io og við skulum skoða málið.
Tína og pakka (e. Pick and pack)
Tína og pakka gefur þér yfirlit yfir allar afhendingar dagsins og hjálpar þér að tína til og pakka þínum vörum fyrir afhendingar dagsins. Valmyndin uppi í hægra horninu gefur þér möguleikann á að rukka fyrir allar sendingar dagsins. Þar getur þú einnig hlaðið niður afhendingarmiðum fyrir hverja vöru og CSV skrá sem hægt er að nota fyrir útkeyrsluforrit að þínu vali ef þú kýst að keyra vörurnar þínar út sjálf/t/ur.
Admin
Admin er heili kerfisins. Þar getur þú stjórnað áskriftum viðskiptavina, breytt og bætt við vörum, breytt sjálfvirkum skilaboðum til viðskiptavina og sérsniðið afhendingaráætlunina svo eitthvað sé nefnt.
Að bæta vörum við næstu afhendingu á vörusíðum
Þegar nýir viðskiptavinir kaupa vörur á greiðslusíðunni er þeim beint yfir á mínar síður við lok kaupa. Þar geta viðskiptavinir nú bætt við fleiri vörum og nýju vörunum er þá bætt við næstu áætluðu afhendingu í stað þess að ný afhending sé búin til fyrir nýju vörurnar.
Þetta gefur viðskiptavinum þínum tækifæri á því að nýta sendingarkostnaðinn fyrir báðar vörur og flýta afhendingu afhendingu á nýju vörunni.
Væntanlegt / Í vinnslu
Hér kemur smá innsýn inn í það sem við erum að vinna í þessa dagana.
Kröfur
Við vinnum nú hörðum höndum að því að bæta kröfum við sem greiðsluleið fyrir viðskiptavini. Þetta mun gera viðskiptavinum þínum kleift að velja hvort þeir vilji greiða með greiðslukorti eða með kröfum sem sendar eru í heimabanka. Við höfum annars vegar tekið eftir því að mörg fyrirtæki myndu frekar kjósa að borga með kröfum og býður þessi breyting því tækifæri á auknum fyrirtækjaviðskiptum og hinsvegar að ekki allir eiga kreditkort.
Þín áskrift sýnir næstu afhendingu á öllum vörum
Við vinnum einnig að því að uppfæra mínar síður. Við höfum tekið eftir því að óljóst getur verið fyrir viðskiptavini með margar vörur í áskrift að átta sig á því hvenær hver vara á að vera afhent. Við erum því að vinna í lausn sem sýnir næstu afhendingu á öllum vörum í áskriftinni þinni sem og stökum kaupum.
Takk fyrir að lesa fyrsta fréttabréf Journey! Við vonum að þessar nýjungar og væntanlegu viðbætur veki áhuga ykkar. Við hvetjum ykkur til að prófa nýja mælaborðið og láta okkur vita hvað ykkur finnst. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar, ekki hika við að hafa samband við okkur á hallo@getjourney.io. Við hlökkum til að halda áfram að þróa Journey með ykkar þarfir í huga.
Bestu kveðjur,
Journey teymið